Lýsing verkefna á yfirstandandi ári

Í þessum kafla má finna ítarlegar lýsingar á verkefnum sem eru á framkvæmdaáætlun Landsnets. Umfang lýsinga er misjafnt eftir því á hvaða stigi verkefnið er í undirbúningi eða framkvæmd og eins hvort um nýtt verkefni er að ræða eða ekki. 


Áhrif framkvæmda á tekjumörk og gjaldskrá

 

Mat á gjaldskráráhrifum einstakra framkvæmda í framkvæmdaáætlun er vandasamt. Mikilvægar forsendur og fyrirvarar þurfa að fylgja slíku mati. Hér að neðan verður fjallað um hvernig mat á framkvæmdum, bæði einstakra framkvæmda og allra fyrirhugaðra framkvæmda, færi fram. 

Almennt séð reiknar Landsnet ekki arðsemi eða gjaldskráráhrif einstakra verkefna nema þau leiði beint til aukningar á raforkuflutningi, jafnvel þótt að þau geti leitt af sér auknar tekjur fyrir Landsnet vegna stækkunar á eignastofni. Slíkir útreikningar eru háðir mikilli óvissu og eru háðir utanaðkomandi þáttum, sérstaklega öðrum framkvæmdum. 

Flestum verkefnum í svæðisbundna kerfinu og meginflutningskerfinu er ætlað að uppfylla markmið um öryggi, skilvirkni og gæði raforku og hafa ekki í för með sér beina aukningu á raforkuflutningi. Þessi verkefni eru þó forsenda þess að hægt sé að mæta auknum raforkuflutningi til framtíðar líkt og Raforkuspá gerir ráð fyrir. Hefðbundnir arðsemisútreikningar hafa því ekki verið framkvæmdir fyrir verkefni sem falla undir þessa skilgreiningu en þess í stað þau metin sem heild í langtímaáætlun.

Áhrif fjárfestinga og tekjustofns á gjaldskrá

Til þess að meta áhrif fjárfestinga á gjaldskrá þarf að huga að tveimur þáttum, annars vegar hvernig orkuflutningur kemur til með að þróast og hins vegar hvernig tekjumörk flutningsfyrirtækisins þróast. Tekjumörk eru eins og orðið gefur til kynna þær tekjur sem félaginu er heimilt að innheimta af viðskiptavinum sínum og er þessum mörkum skipt upp í tvennt, annars vegar tekjumörk til dreifiveitna og hins vegar tekjumörk til stórnotenda. Nánari umfjöllun um tekjumörk og gjaldskrá er að finna í langtímaáætlun og á heimasíðu Landsnets . Samkvæmt raforkulögum setur Orkustofnun Landsneti tekjumörk sem byggjast á eftirfarandi þáttum:

 • Rekstrarkostnaður: Rekstrarkostnaði má skipta í tvennt. Annars vegar í almennan rekstrarkostnað sem reiknast sem meðaltal rekstrarkostnaðar hjá félaginu fyrir tiltekið tímabil og hins vegar viðbótar rekstrarkostnað sem verður til vegna nýrra flutningseininga sem teknar eru í notkun hjá félaginu. Í dag nemur viðbótar rekstrarkostnaður 2% af stofnvirði nýrra eininga.
 • Arður: Arði má líkt og rekstrarkostnaði skipta í tvennt, arð af eignastofni og arð af veltufjáreignum. Arður af eignastofni er reiknaður út frá arðsemi (WACC) sem er reiknuð og birt af Orkustofnun. Arður af veltufjáreignum er reiknaður sem arður af 20% af tekjumörkum seinasta árs á undan. 
 • Afskriftir: Tengivirki eru afskrifuð á 40 árum en háspennulínur, þar með taldir jarðstrengir, eru afskrifaðar á 50 árum. Annar búnaður, svo sem stjórn- og varnarbúnaður, er afskrifaður á 20 árum.

Allar fjárfestingar í flutningskerfinu hafa áhrif á tekjumörk og í framhaldinu á gjaldskrá. Að því gefnu að aðrar stærðir (arður, gengi krónu gangvart dollara og raforkuflutningur) haldist óbreyttar þá hefur Landsnet svigrúm til að fjárfesta árlega sem nemur afskriftum á eignastofni til að gjaldskrá haldist óbreytt. Í því tilviki sem fjárfestingar jafngilda afskriftum helst eignastofn óbreyttur milli ára. Fjárfestingar umfram afskriftir stækka því eignastofn félagsins og hækka þannig tekjumörk. Hærri tekjumörk leiða svo til gjaldskrárhækkana ef ekki kemur til aukinn raforkuflutningur. 

Stökum fjárfestingum getur fylgt aukinn raforkuflutningur sem getur vegið upp á móti stækkun eignastofnsins og komið í veg fyrir hækkun eða jafnvel lækkað gjaldskrá. Þetta á sérstaklega við þegar um nýja starfsemi á borð við stórnotanda er að ræða. Kostnaðarsamari útfærslur á fjárfestingum á borð við jarðstrengi, lengri línuleiðir o.s.frv. leiða til meiri hækkunar á tekjumörkum en ódýrari útfærslur. Kostnaðarsamari útfærslur hækka því gjaldskrá félagsins.

Óvissa vegna innbyrðis háðra þátta

Í umfjöllun um fjárhagslegar upplýsingar um valkosti er reynt að draga fram hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á tekjumörk Landsnets. Áhrif einstakra fjárfestinga á tekjumörk eru fyrirfram nokkuð ljós en það er ýmsum vandkvæðum háð að draga fram hver áhrif framkvæmdanna eru á gjaldskrá félagsins. Mat áhrifum einstakra framkvæmda á gjaldskrá er háð mörgum utanaðkomandi þáttum og takmörkunum sem er nauðsynlegt að hafa í huga. Hér að neðan er fjallað um nokkra óvissuþætti. 

Breytingar á raforkuflutningi spila verulegan þátt í gjaldskrárútreikningum og um þróun þeirra er erfitt að spá af nákvæmni en forsendur raforkuflutnings eru fengnar úr Raforkuspá sem Orkustofnun gefur út. 

Í flestum tilvikum er ekki unnt að rekja breytingar á flutningsmagni í kerfi Landsnets til einstakra verkefna. Verkefni eru yfirleitt lengur en eitt ár í framkvæmd en fjárfestingin er þó ekki tekinn inn í tekjumörk og þar af leiðandi gjaldskrárútreikninga fyrr en hún er spennusett. Þetta hefur í för með sér stökk í tekjumörkum á móti jöfnum vexti í raforkuflutningi. Áhrif á gjaldskrá einstakra verkefna væru því einungis metinn með tillits til almennra breytinga á flutningsmagni í kerfinu í heild og þá einungis á spennusetningarárinu, en þetta væri þó yfirleitt ekki í samhengi við framkvæmdartíma verkefna sem getur spannað nokkur ár. 

Ekki er óalgengt að fleiri en eitt verkefni séu tekin í notkun á tilteknu ári. Þegar svo er gæfi það ranga mynd af gjaldskráráhrifum að skoða hverja framkvæmd eina og sér því vöxtur í raforkuflutningi er óháður hverri einstakri framkvæmd. Séu til dæmis teknar í notkun tvær einingar mætti ekki tvítelja almennu aukninguna í flutningsmagni sem kæmi á móti hækkun á tekjumörkum. 

Það er því nauðsynlegt að horfa á heildaráhrif breytinga á tekjumörkum í samhengi við aðrar fjárfestingar, breytingar á raforkuflutningi og eins yfir lengra tímabil til að meta gjaldskrárþróun. 

Í ljósi ofangreindra annmarka hefur Landsnet ekki metið gjaldskráráhrif einstakra framkvæmda. Því er bent á umfjöllum um mögulega gjaldskrárþróun í langtímaáætlun þar sem gjaldskrármálum eru gerð betri skil.Kröflulína 3


Framkvæmdin er fólgin í byggingu nýrrar háspennulínu í meginflutningskerfinu sem mun hljóta nafnið Kröflulína 3 (KR3). Línan sem er loftlína mun liggja á milli Kröflu og Fljótsdals. Tilgangur með framkvæmdinni er að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu þessara landshluta og auka þannig öryggi raforkuafhendingar og gæði raforku. Framkvæmdin er mikilvægur hlekkur í styrkingu flutningskerfisins í heild þar sem um er að ræða mikilvæga styrkingu á milli framleiðslueininga á norðaustur- og austurhluta landsins. 

Kröflulína 3 mun gegna veigamiklu hlutverki með því að tengja virkjanaklasann á Norðausturlandi (Kröflustöð og Þeistareykjastöð) betur við Fljótsdalsstöð. Erfiðlega hefur reynst að reka jarðgufuvirkjanir einar og sér, án stuðnings frá vatnsaflsvirkjunum. Með öflugri (og tvöfaldri) tengingu við Fljótsdalsstöð er áhættan lágmörkuð.

Í dag eru Norðausturland og Austurland tengd með 132 kV háspennulínu, Kröflulínu 2, sem er hluti af hringtengdu línukerfi sem rekið er á 132 kV spennu, sk. byggðalínu, sem reist var í áföngum árunum 1972 til 1984. Um árabil hafa flutningstakmarkanir og óstöðugleiki verið mikið vandamál í rekstri byggðalínunnar og eru skerðingar á orkuafhendingu farnar að vera tíðari. Nú er svo komið að ástandið er farið að hamla atvinnuuppbyggingu, rafvæðingu fiskiðjuvera og virkni raforkumarkaðar.

Eftir að Kröflulína 3 er komin í rekstur mun afhendingaröryggi áhrifasvæði línunnar aukast til muna, því að með henni er komin önnur tenging inn á Austurland, til viðbótar við núverandi 132 kV tengingar sem eru annars vegar frá Sigöldu um Höfn í Hornafirði og hins vegar frá Kröflustöð. Nauðsynlegt er að halda þeim línum í rekstri auk Kröflulínu 3 til að ná fram bættu afhendingaröryggi fyrir svæðið. Það sama gildir fyrir Norðausturland en bætt tenging við Fljótsdalsstöð eykur afhendingaröryggi á því svæði. 

Uppruni og meginmarkmið framkvæmdar

Uppruni verkefnisins er langtímaáætlun kerfisáætlunar, en Kröflulína 3 er ein af þeim sjö línum sem eru sameiginlegar öllum greindum valkostum í langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins. Það er niðurstaða Landsnets, m.t.t. valkostagreiningar í langtímaáætlun og umhverfismats áætlunarinnar, að ráðast fyrst í framkvæmdir á þeim sjö línuleiðum sem eru sameiginlegar í öllum valkostum.

Markmið framkvæmdarinnar eru eftirtalin:

 • Tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi
 • Auka öryggi raforkuafhendingar
 • Auka gæði raforkuafhendingar

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis

Verkefnið var upprunalega afgreitt í apríl 2016 með kerfisáætlun 2015-2024. Ekki hafa orðið neinar teljandi breytingar á umfangi verkefnisins frá þeim tíma.

Umfang verkefnis

Krafla – Fljótsdalur, loftlína
Raflína 220 kV loftlína alla leið, 122 km
Tengivirki Uppsetning á einum rofareit í tengivirkinu í Fljótsdal. Gert var ráð fyrir tengingu línunnar í nýju 220 kV tengivirki við Kröflu sem tekið var í rekstur haustið 2017.
TAFLA 3-1 : KR3 – Umfang verkefnis

Mat á umhverfisáhrifum línulagnarinnar er lokið og hefur Skipulagsstofnun gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 106/2000. 

Í megindráttum tekur Skipulagsstofnun undir niðurstöðu Landsnets um væntanleg umhverfisáhrif, fyrir utan að stofnunin telur að ásýndarbreytingar vegna framkvæmdarinnar og þar með áhrif á landslag, útivist og ferðamennsku verði neikvæðari en niðurstaða matsskýrslu gefur til kynna.

Í matsskýrslu Landsnets var lagt mat á ýmsa valkosti, m.a. jarðstrengslagnir ákveðnum svæðum á línuleiðinni, með hliðsjón af leiðbeiningum Skipulagsstofnunar. 

Með tilliti til tæknilegra takmarkana getur jarðstrengur á línuleiðinni milli Kröflu og Fljótsdals að hámarki orðið 15 km. Yrði það svigrúm hins vegar nýtt takmarkar það möguleika á jarðstrengslagningu á leiðinni frá Blönduvirkjun að Kröflu. Það er ljóst að á þeirri leið þarf hluti fyrirhugaðrar Hólasandslínu 3, í nágrenni við Akureyrarflugvöll að vera í forgangi þegar kemur að ákvörðunum um hvar skuli ráðast í lagningu jarðstrengja, m.a. m.t.t. stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. Þrátt fyrir að niðurstaða matsins leiddi í ljós að áhrif ásýnd og landslag á þessum svæðum yrðu minni af jarðstreng en loftlínu var ákveðið að leggja loftlínu fram sem aðalvalkost. Það var m.a. gert m.t.t. takmarkana á hámarkslengd jarðstrengja, að ekki var um að ræða verulegan mun áhrifa, auk stefnu stjórnvalda um lagningu raflína. 

Rökstuðningur fyrir verkefninu

Til að rökstyðja verkefnið er litið til þess hvernig línulögnin uppfyllir markmið þau sem sett eru fram í raforkulögum og þess hvernig verkefnið uppfyllir stefnu stjórnvalda um lagningu raflína.

Lýsing
Hagkvæmni Sjá umfjöllun um hagrænt mat á valkostum í langtímaáætlun kerfisáætlunar, kafli 5.5
Kostnaður 7.925* mkr.
Öryggi Verulega jákvæð áhrif
Skilvirkni Verulega jákvæð áhrif
Gæði Verulega jákvæð áhrif
Áreiðanleiki afhendingar Verulega jákvæð áhrif
Samræmi við stefnu um línutegund Í fullu samræmi
Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda Í fullu samræmi
TAFLA 3-2 : KR3 – Rökstuðningur verkefnis

*Verkefnið er í útboðsfasa, fyrstu niðurstöður benda til þess að framkvæmdakostnaður gæti orðið lægri.

Tafla 3-2 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla 3.1, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar í töflum 3-5 til 3-8.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í lagningu 220 kV loftlínu frá tengivirki við Kröflu að tengivirki í Fljótsdal. Í tengslum við tengingu Þeistareykja við meginflutningskerfið var byggt 220 kV tengivirki við Kröflu og tekið í rekstur í október 2017. Gert er ráð fyrir tengingu Kröflulínu 3 þar. Til að tengja hinn enda línunnar verður einum 220 kV rofareit bætt við tengivirkið í Fljótsdal.

Raflína

Atriði Lýsing
Tegund Loftlína
Fjöldi 1
Lengd 122 km
Nafnspenna 220 kV
Flutningsgeta 550 MVA
TAFLA 3-3 : KR3 - Lýsing framkvæmdar

Mastragerð

Línan verður að stærstum hluta borin uppi af svokölluðum M-röramöstrum, að undanskildum hornmöstrum og línuenda við Fljótsdal.
MYND 3-2 : Stagað röramastur af m-gerð

Mynd 3-2 sýnir teikningu af þeirri mastragerð sem lýsingin miðast við. Þau eru af sömu gerð og möstur í nýlegum línum frá Kröflu að Bakka við Húsavík. Stöguð M-möstur hafa reynst vel í íslenskri veðráttu.

Í háspennulínu sem þessari er hvert mastur staðsett og hannað sérstaklega miðað við aðstæður. Möstrin eru því misjöfn að hæð. Stöðluð 220 kV burðarmöstur af M-gerð eru á bilinu 16–30 metrar að hæð með um 20 metra breiðri ofanáliggjandi brú (þverslá), sem upphengibúnaður og leiðarar línunnar hanga í. Möstrin standa á tveimur fótum sem settir eru á steyptar undirstöður og síðan eru möstrin stöguð með átta stögum.

Einlínumynd verkefnis

MYND 3-3 : Einlínumynd Kröflulínu 3, í megindráttum meðfram kröflulínu 2
Mynd 3-3 sýnir einlínumynd af áætlaðri Kröflulínu 3. Línuleiðin fylgir að mestu núverandi línuleið Kröflulínu 2. 

Tengivirki við Fljótsdalsstöð (breyting)

Setja þarf upp einn nýjan rofareit í tengivirkinu við Fljótsdalsstöð. 
Atriði Lýsing
Spennustig í tengivirki 220 kV
Fjöldi nýrra rofareita í tengivirki 1 x 220 kV
TAFLA 3-4 : KR3 - breyting í fljótsdalsstöð

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að verkframkvæmdir hefjist sumarið 2019 og að þeim ljúki síðla árs 2020. Spennusetning línunnar er áætluð í lok árs 2020.

Fjárhagslegar upplýsingar um verkefni

Lýsing
Heildarfjárfestingarkostnaður 7.925 mkr.
Kostnaður við niðurrif eldri virkja og afskriftir vegna þeirra Á ekki við
Áhrif á flutningstöp Minnkun um 73% frá grunntilfelli
Áhrif á tekjumörk stórnotenda
Hækkun á rekstrarkostnaði 120,3 mkr.
Aukning á afskriftum 120,3 mkr.
Aukning á leyfðum arði 393,2 mkr.
Samtals hækkun tekjumarka 633,7 mkr.
Breyting á tekjumörkum % 7,7%
Áhrif á tekjumörk dreifiveitna
Hækkun á rekstrarkostnaði 38,2 mkr.
Aukning á afskriftum 38,2 mkr.
Aukning á leyfðum arði 132,5 mkr.
Samtals hækkun tekjumarka 209,0 mkr.
Breyting á tekjumörkum % 4,0%
TAFLA 3-5 : KR3 – Fjárhagslegar upplýsingar

Valkostagreining

Nokkrir valkostir voru teknir til skoðunar í umhverfismati verkefnisins. Til upplýsingar er vísað til skýrslu um umhverfismatið og álit Skipulagsstofnunar á heimasíðu Skipulagsstofnunar. 

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig framlagður valkostur uppfyllir markmið raforkulaga. 
MYND 3-4 : KR3 – Mat á uppfyllingu markmiða
Mynd 3-4 sýnir mat á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga. Framkvæmdin er talin hafa mikil jákvæð áhrif á öryggi og er ástæða þess sú að samtenging 220 kV kerfa á Austurlandi og Norðausturlandi stóreykur öryggi beggja kerfishluta. Einnig verður tvöföld tenging þar á milli, þótt önnur sé á lægra spennustigi. Það sama gildir um markmið um áreiðanleika afhendingar en áreiðanleiki afhendingar til notenda eykst, einkum á Bakka þar sem kerfið mun betur njóta stuðnings véla í Fljótsdalsstöð. Áhrif framkvæmdarinnar á gæði raforku eru einnig talin verulega jákvæð, en helsta ástæða þess er sú að sameinað 220 kV kerfi á Austur og Norðausturlandi verður sterkur kjarni til að styrkja kerfið út frá í framhaldinu og að skammhlaupsafl á Norðausturlandi mun hækka talsvert. Þegar kemur að skilvirkni, munu flutningstöp á svæðinu minnka, auk þess sem línan tengir betur saman virkjanasvæði með meiri flutningsgetu og eykur þannig sveigjanleika í flutningi og rekstri virkjana.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Í þeim tilgangi að leggja mat áhrif framkvæmdarinnar á flutningstöp eru hlutfallsleg flutningstöp um núverandi flutningslínu, Kröflulínu 2 (KR2), skilgreind sem grunntilfelli. Þau töp eru svo borin saman við áætluð töp á línuleiðinni eftir að ný lína hefur verið byggð og rekin, annars vegar hliðtengd í samrekstri með núverandi línu og hins vegar með núverandi línu ekki í rekstri. 
MYND 3-5 : Flutningstöp sem fall af fluttu afli

Mynd 3-5 sýnir hlutfallsleg flutningstöp á línuleiðinni á milli Kröflu og Fljótsdals sem fall af fluttu raunafli. Núverandi flutningslína á línuleiðinni, Kröflulína 2, sem er 132 kV loftlína er notuð sem grunnviðmið. Hitaflutningsmörk hennar eru um 150 MW en til samanburðar við valkosti eru fræðileg töp útreiknuð áfram upp í 250 MW og sýnd á grafinu sem strikalína. Við 50 MW flutning eru töpin í grunntilfellinu 1,1%, 2,2% við 100 MW flutning, 3,3% við 150 MW flutning og væru fræðilega 4,4% við 200 MW flutning. Í tilfelli þar sem ný flutningslína er rekin í samrekstri við núverandi flutningslínu eru töpin talsvert minni, frá 0,3% við 50 MW, 0,6% við 100 MW og 0,9% og 1,2% við 150 og 200 MW. Þetta er heildarminnkun tapa um 73% frá grunntilfellinu. Í þeim tilfellum þegar ný flutningslína er rekin ein og sér og núverandi flutningslína er ekki í rekstri, þá eru töpin 0,4% við 50 MW flutning, 0,8% við 100 MW flutning, 1,2% við 150 MW og 1,6% við 200 MW flutning um línuna. Þetta svarar til minnkunar á flutningstöpum um 64% frá grunntilfelli. 

Niðurstaða mats á því hvaða áhrif framkvæmdin hefur á flutningstöp er sú að ný loftlína á línuleiðinni minnkar töp um 64% til 73%, eftir því hvort um samrekstur með núverandi Kröflulínu 2 sé að ræða eða ekki. 

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Landsnet setur sér markmið er varða áreiðanleika og afhendingaröryggi flutningskerfis ársgrundvelli með mælingu þriggja stuðla. Þessir stuðlar eru straumleysismínútur (SMS, stuðull um meðaltíma skerðingar í mín/ári), stuðull um rofið álag (SRA, MW/MWár) og kerfismínútur (mælikvarði á umfang truflana eða orkuskerðing sem hlutfall af hámarksafli veitu í mínútum). Mælingar á stuðlunum byggjast á truflanaskráningu Landsnets og koma fram í Frammistöðuskýrslu Landsnets ár hvert. Markmið Landsnets fyrir þessa stuðla eru birt í töflu ásamt útreiknuðum áhrifum á stuðlana vegna byggingar Kröflulínu 3. Þegar horft er til stuðlana er mikilvægt að hafa í huga að stuðlarnir eru fyrst og fremst hugsaðir til að meta frammistöðu flutningskerfisins aftur í tímann þar sem í útreikningum á þeim spila þættir sem ekki er hægt eða illmögulegt er að hafa stjórn á eins og veður, mannleg mistök, óvalvísi afleiddra truflana og fleira í þeim dúr. 
Markmið 2017 (2016) Áætluð áhrif vegna KR3
Stuðull um rofið álag (SRA) Undir 0,85 0,93 (0,39) 10% lækkun
Stuðull um meðallengd skerðingar, straumleysismínútur (SMS) Undir 50 42,5 (5,1) Fækkun um 0,026 mínútur
Kerfismínútur (KM) Engin truflun lengri en 10 kerfismínútur Engin truflun lengri en 10 kerfismínútur Óveruleg áhrif
TAFLA 3-6 : Markmið landsnets um afhendingaröryggi og möguleg áhrif Kröflulínu 3

Áreiðanleiki raforkuafhendingar til notenda og móttöku orku frá virkjunum á svæðinu batnar með tilkomu Kröflulínu 3, KR3. Nýja línan mun auka flutningsgetu á þessum kafla byggðalínuhringsins og bæta afhendingaröryggi þar sem byggðalínuhringurinn er með tilkomu hennar orðinn tvöfaldur á þessu svæði og áhrif einstakra truflana ættu því að vera mun umfangsminni en áður.

Árunum 2007-2016 hefur Kröflulína 2 (KR2) farið níu sinnum úr rekstri vegna fyrirvaralausra truflana og 25 sinnum vegna viðhalds. Að meðaltali hefur KR2 verið úti rúmlega 3,5 klukkustundir ári síðustu 10 árin vegna fyrirvaralausra rekstrartruflana og tæplega 38 klukkustundir ári vegna viðhalds. Á síðustu 10 árum hafa verið fimm truflanir á KR2 sem hafa valdið skerðingum sem samsvara 1,3 GWh. KR3 og KR2 liggja á milli sömu tengipunkta í kerfinu, þannig að truflanir og viðhald á KR2 ættu með tilkomu KR3 að hafa mun minni áhrif á afhendingaröryggið á Norðurlandi en nú.

Hér hefur áreiðanleiki eða ótiltæki verið reiknað á þeim afhendingarstöðum sem verða fyrir beinum áhrifum með tilkomu Kröflulínu 3. Niðurstaða þessara reikninga er eftirfarandi:

 • SRA: Stuðull um rofið álag (SRA) er stuðull sem Landsnet hefur sett sér markmið um. Truflanir síðustu 10 ára á KR2 hafa valdið skerðingu sem jafngildir um 0,09 MW/MWár í SRA-stuðlinum fyrir landið í heild en markmið Landsnets er að þessi stuðull sé undir 0,85 MW/MWár. Ný lína við hlið KR2 gæti því að lágmarki lækkað SRA-stuðulinn sem þessu nemur sem er rúmlega 10% lækkun. Truflanir á öllu Norðausturlandi síðastliðin 10 ár hafa valdið skerðingu sem jafngildir um 0,17 MW/MWár, hægt er að reikna með að tilkoma KR3 hafi áhrif á truflanir á öllu Norðurlandi og geti haft áhrif á SRA til lækkunar.
 • SMS: Með tilkomu nýrrar línu ætti straumleysismínútum á landinu að fækka að meðaltali um 0,026 mínútur ári.
 • KM: Engin truflun á Norðurlandi á síðustu 10 árum hefur farið yfir 10 kerfismínútur en markmið Landsnets er að engar slíkar truflanir eigi sér stað í kerfinu. Ætla má því að tilkoma KR3 muni lítið fækka truflunum sem eru yfir 10 kerfismínútur en líkur á slíkum truflunum ættu þó að minnka. Slíkar truflanir eru fátíðar eins og kemur fram í Frammistöðuskýrslu Landsnets.

KR3 er fyrsti áfangi í stærri áætlun um 220 kV endurnýjun á byggðalínunni sem miðað er við að nái frá Blöndu að Fljótsdal. Með tilkomu þessara lína mun heildaráreiðanleiki flutningskerfisins aukast til muna.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Umsögn Stig
Innan þéttbýlis? Línuleið er ekki innan þéttbýlis 0
Nærri flugvelli? Línuleið liggur ekki nærri flugvelli 0
Liggur um þjóðgarð? Loftlína liggur um þjóðgarð á 150 m löngum kafla +
Fer um annað friðland? Línuleið liggur ekki um friðlönd 0
Kostnaður við jarðstreng meiri en 2x loftlína. ostnaður er 4-5 x meiri en við loftlínu (háð lengd) --
TAFLA 3-7 : KR3 – Samræmi við stefnu um línugerð
Línuleiðin er innan þjóðgarðs á 150 m löngum kafla og var þar metinn jarðstrengur. Kostnaður við jarðstrenginn er metinn 4-5 sinnum meiri en við loftlínu og því fellur jarðstrengur ekki að kostnaðarviðmiði í stefnunni, auk þess sem umhverfislegur ávinningur af jarðstrengslögn var óviss. 

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

Umsögn Stig
N-1 afhendingaröryggi á öllum afhendingarstöðum í meginflutningskerfinu fyrir 2030 Framkvæmdin er mikilvægur þáttur í að tryggja fullt N-1 afhendingaröryggi á byggðalínusvæðinu ++
Innviðauppbygging mætir þörfum fyrir orkuskipti Framkvæmdin stuðlar að því að flutningskerfið sé í stakk búið að mæta þörfum fyrir orkuskipti, sérstaklega þegar er litið til notkunar fiskimjölsverksmiðja á Austurlandi á raforku ++
Heildstætt mat ávinningi jarðstrengslagna í kerfi þar sem hámarkslengd jarðstrengskafla er takmörkunum háð Tæknilegar takmarkanir á lengd jarðstrengja. Ávinningur metin heildstætt með Hólasandslínu 3 og Blöndulínu 3 ++
Forðast rask á friðlýstum svæðum og minjum í 61. gr. náttúruverndarlaga Línan mun raska eldhrauni og votlendi á hluta leiðarinnar. Við hönnun línuleiðar hefur verið og er reynt að forðast rask eins og frekast er unnt og verður gert enn frekar við nánari útboðshönnun. +/-
Draga úr sjónrænum og umhverfisáhrifum með þróun nýrra flutningsmannvirkja. Velja stæði þannig að sjónræn og önnur áhrif séu sem minnst. Mastragerðir sem verða notaðar hafa þótt hafa minni neikvæð sjónræn áhrif en grindarmöstur sem hafa verið notuð víða. Á nokkrum stöðum víkur línan frá eldri línu (KR2) til að draga úr sjónrænum áhrifum. +/-
Línugötur í lágmarki. Raska ekki ósnortnu svæði ef aðrar lausnir eru færar m.a. m.t.t. kostnaðar og umhverfisáhrifa. Ný lína mun liggja að mestu samhliða núverandi Kröflulínu 2 og nýta eftir því sem kostur er núverandi línuslóð. Þar sem vikið er frá núverandi línu er það til þess fallið að draga úr sjónrænum áhrifum sbr. lið hér að framan. +/-
Jarðstrengi skal leggja svo sem kostur er meðfram vegum Á ekki við 0
Nýta línustæði við lausnir á aukinni flutningsþörf ef aðstæður leyfa Núverandi línuleið fylgt að mestu +/-
Mat á afhendingaröryggi og kostnaði að tryggja það Eykur afhendingaröryggi á byggðalínusvæðinu ++
Styrking og uppbygging m.t.t. þarfa allra landsmanna Hluti af styrkingu á meginflutningskerfi ++
Flutningstakmarkanir hafi ekki áhrif á aðgengi. Horft verði til viðskiptahagsmuna. Dregur úr flutningstakmörkunum áhrifasvæði línunnar ++
Tryggja hagkvæmt flutningsverð til kaupanda Sjá umfjöllun í langtímaáætlun kerfisáætlunar um áhrif fjárfestinga á gjaldskrá, kafli 6. ++
TAFLA 3-8 : KR3 – Samræmi við almenn atriði í stefnu

Framkvæmdin hefur ýmist óveruleg eða verulega jákvæð áhrif á almenn atriði í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. 

Af þessu má draga þá ályktun að framkvæmdin sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, bæði hvað varðar línugerð og önnur almenn atriði í stefnunni.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

MYND 3-6 : KR3 – Mat á umhverfisáhrifum
Helstu neikvæðu umhverfisáhrif Kröflulínu 3 eru á landslag og ásýnd, jarðminjar, lífríki og ferðaþjónustu. Jákvæð áhrif eru á atvinnuuppbyggingu.

 


Ólafsvík – nýtt tengivirki


Verkefnið snýr að byggingu tengivirkis í svæðisbundna kerfinu á Snæfellsnesi. Tengivirkið sem staðsett verður í Ólafsvík verður byggt í tengslum við lagningu jarðstrengs milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur. 

Uppruni og meginmarkmið framkvæmdar

Uppruni verkefnisins er frá svæðisbundnu kerfunum og snýr að því að auka afhendingaröryggi á Snæfellsnesi með endurnýjun á búnaði og hringtengingu Snæfellsness. Meginmarkmið verkefnisins eru:

 • Að auka raforkuöryggi á Snæfellsnesi.
 • Að auka áreiðanleika afhendingar á Snæfellsnesi.

Með nýjum jarðstreng ásamt nýjum tengivirkjum á Grundarfirði og í Ólafsvík kemst á hringtenging á Snæfellsnesi sem gerir það að verkum að öryggi og áreiðanleiki afhendingar eykst þar sem almennir notendur munu ekki verða fyrir skerðingum á afhendingu rafmagns við bilanir á öðrum línum.

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis

Verkefnið var upprunalega afgreitt í apríl 2016 með kerfisáætlun 2015-2024. Ekki hafa orðið neinar teljandi breytingar á umfangi verkefnisins frá þeim tíma. 

Umfang verkefnis

Bygging á nýju 66 kV tengivirki í Ólafsvík.

Rökstuðningur fyrir verkefni

TAFLA 3-9 : Ólafsvík – rökstuðningur verkefnis
Tafla 3-9 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er að ofan, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar í töflum 3-11 og 3-12.

Lýsing á framkvæmd

Nýtt 66 kV tengivirki með þremur rofareitum, fyrir Ólafsvíkurlínu 1, sem liggur frá Vegamótum, Grundarfjarðarlínu 2, sem liggur frá Grundarfirði, og spenni 1 sem snýr að afhendingu til dreifiveitunnar. Sú lausn sem valin hefur verið er færanlegt tengivirki sem byggt verður í heild áður en það er flutt og komið fyrir á lóðinni við Ólafsvík.

Tengivirki í Ólafsvík

TAFLA 3-10 : Ólafsvík – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

MYND 3-7 : Ólafsvík – einlínumynd verkefnis

Búnaður til launaflsútjöfnunar 

Sett verður upp stillanleg spóla til launaflsútjöfnunar vegna Grundarfjarðalínu 2 og verður stillisvið hennar 2-4 MVAr.

Fjárhagslegar upplýsingar um verkefni

TAFLA 3-11 : Ólafsvík - fjárhagslegar upplýsingar

Tafla 3-11 sýnir fjárhagsleg áhrif verkefnisins að teknu tilliti til fyrirvara tilgreinda í kaflanum um áhrif framkvæmda á tekjumörk og gjaldskrá. Þar sem verkefnið er í svæðisbundna flutningskerfinu á Vesturlandi hefur það ekki áhrif á gjaldskrá stórnotenda. Heildarkostnaður við verkefnið er 320 milljónir króna. 

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á síðasta ársfjórðungi 2018 og að þeim ljúki ári síðar. Spennusetning er ráðgerð í fjórða ársfjórðungi 2019 og verður frágangi við lóð lokið haustið 2019.

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga og er niðurstaða matsins eftirfarandi:

MYND 3 8 : Ólafsvík – uppfylling markmiða

Mynd 3-8 sýnir hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga. Verkefnið tengist aukinni möskvun á Snæfellsnesi og hefur þannig í för með sér bætt afhendingaröryggi, N-1 afhendingaröryggi bæði í Ólafsvík og á Grundarfirði sem er talið hafa verulega jákvæð áhrif á markmið um öryggi. Nýr búnaður minnka líkur á truflunum í Ólafsvík sem eru tilkomnar vegna bilana í tengivirki og hefur þannig verulega jákvæð áhrif áreiðanleika afhendingar. Framkvæmdin ein og sér er talin hafa óveruleg áhrif á gæði raforku og skilvirkni.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Verkefnið hefur ekki áhrif á flutningstöp.

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Ekki er mögulegt að áætla hvaða áhrif tengivirkið hefur á afhendingaröryggi með sömu stöðlum og gert er fyrir línur. Þó mun tilkoma þess, ásamt tilkomu nýrrar línu á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, auka afhendingaröryggi bæði í Ólafsvík og á Grundarfirði úr N-0 og í N-1.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Viðmið í stefnu stjórnvalda um línugerð eiga ekki við, þar sem einungis er um byggingu tengivirkis að ræða.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

TAFLA 3-12 : Ólafsvík – samræmi við almenn atriði í stefnu

Af þessu má draga þá ályktun að framkvæmdin sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Umhverfisáhrif vegna endurnýjunar á tengivirki eru talin óveruleg, þar sem það verður innan núverandi byggingarreits tengivirkis. Huga þarf að ásýnd og meðhöndlun SF6-gass.

 


Hnappavellir - nýr afhendingarstaður


Verkefnið snýst um uppsetningu á nýjum afhendingarstað í meginflutningskerfinu í Öræfasveit. Núverandi afhendingarstaður Landsnets fyrir sveitina frá Skaftafelli að Lónsheiði er Hólar. Frá Hólum liggur 19 kV tenging að Skaftafelli sem annar svæðinu vestan Hornafjarðarfljóts. Lengd hennar er um 120 km og þar af eru 100 km í streng og restin í loftlínu. 
Áætlað er að notkun hjá viðskiptavinum RARIK í Öræfum muni aukast um a.m.k. 1 MW en við það mun kerfið frá Hólum í Öræfin yfirlestast bæði hvað varðar töp og spennufall. Því var ákveðið að reistur yrði nýr afhendingarstaður í Öræfum til þess að koma til móts við þessa auknu notkun á sem hagkvæmastan hátt.

Uppruni og meginmarkmið framkvæmdar

Uppruni verkefnisins er ósk frá dreifiveitu um að reistur verði nýr afhendingarstaður á byggðalínunni í Öræfum. Helsta ástæða þess er mikill uppbygging í ferðaþjónustu á svæðinu að undanförnu sem hefur leitt til mikillar aukningar í raforkunotkun á svæðinu. Fjarlægð á milli afhendingarstaða Landsnets er hvergi meiri en á milli Prestbakka við Kirkjubæjarklaustur og Hóla við Höfn, en á milli þeirra liggur Prestbakkalína 1, 171 km löng 132 kV loftlína sem er hluti af byggðalínuhringnum. Staðsetning nýs afhendingarstaðar verður nálægt miðhluta línunnar. Meginmarkmið framkvæmdarinnar eru eftirfarandi:
 • Auka afhendingargetu í Öræfum
 • Auka áreiðanleika raforkuafhendingar í Öræfum

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis

Sótt var um sérleyfi til Orkustofnunar fyrir framkvæmd verkefnisins í maí 2018 og var leyfið veitt þann 28.9.2018.

Rökstuðningur verkefnis

Lagt var mat á það hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga og stefnur stjórnvalda. Sá valkostur sem best uppfyllir þetta hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.
 
TAFLA 3-13 : Öræfi – rökstuðningur verkefnis
Tafla 3-13 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt Mynd 3-10, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. 

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í byggingu á nýju tengivirki og tengingu þess við Prestbakkalínu 1.

Tengivirki

TAFLA 3-14 : Öræfi – lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

MYND 3-9 : Einlínumynd af nýjum afhendingarstað í Öræfum

Mynd 3-9 er einlínumynd tengivirkis í Öræfum. Staðsetning virkisins var m.a. ákveðin með hliðsjón af hættumati vegna flóða ef kæmi til eldgoss í Öræfajökli.

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

TAFLA 3-15 : Öræfi – fjárhagslegar upplýsingar
Verkefnið er í meginflutningskerfinu og hefur því áhrif á gjaldskrár bæði dreifiveitna sem og stórnotenda.

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í sumarið 2019 og að þeim ljúki í lok árs 2020. Spennusetning verður í lok árs 2020.

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga.
 
MYND 3-10 : Nýr afhendingarstaður – uppfylling markmiða
Mynd 3-10 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin er talin uppfylla markmið raforkulaga. Hún er talin hafa mikil jákvæð áhrif á markmið um öryggi, áreiðanleika afhendingar og gæði raforku. Meginástæður þess eru þær að afhendingaröryggi mun aukast í Öræfum vegna nálægðar við flutningskerfið auk þess sem hægt verður að fæða bæði frá Prestbakka og Hólum. Áreiðanleiki mun einnig aukast vegna þess að eftir framkvæmdina verður hægt að afhenda orku bæði frá Prestbakka og Hólum sem gerir staðinn minna útsettan fyrir einstökum bilunum á byggðalínunni. Framkvæmdin hefur verulega jákvæð áhrif á spennugæði í öræfum vegna minni fjarlægðar frá meginflutningskerfinu og er talin hafa jákvæð áhrif á skilvirkni, þar sem möguleikar á raforkunotkun áhrifasvæði framkvæmdarinnar munu aukast.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Framkvæmdin hefur ekki teljandi áhrif á flutningstöp í flutningskerfi raforku. 

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Ekki er mögulegt að áætla hvaða áhrif tengivirkið hefur á afhendingaröryggi með sömu stöðlum og gert er fyrir línur. Tilkoma þess mun þó bæta afhendingaröryggið, þar sem Öræfi munu tengjast meginflutningskerfinu beint í stað tengingar um 120 km langa, 19 kV línu. 

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línutegund.

Stefna stjórnvalda um lagningu raflína nær ekki yfir verkefnið þar sem um tengivirki er að ræða.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

 
TAFLA 3-16 : Öræfi – samræmi við almenn atriði í stefnu

Samkvæmt stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins skulu allir afhendingarstaðir í meginflutningskerfinu árið 2030 vera komnir með tengingu sem tryggi að rof á stakri einingu valdi ekki takmörkunum á afhendingu eða afhendingarrofi. Áhrif á önnur atriði í stefnunni sem eiga við eru annað hvort jákvæð eða verulega jákvæð.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Umhverfisáhrif vegna tengivirkisins eru talin óveruleg. Huga þarf að útliti virkisins og meðhöndlun SF6 gass.

 

 


Austurland - spennuhækkun


Verkefnið snýr að hækkun rekstrarspennu lína og tengivirkja í svæðisbundna flutningskerfinu á Austfjörðum, frá Stuðlum í Reyðarfirði og að Eyvindará um Eskifjörð, úr 66 kV upp í 132 kV. Það er gert til þess að auka flutningsgetu í kerfinu, m.a. í þeim tilgangi að tryggja aðgengi fiskimjölsverksmiðja á svæðinu að innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Ávinningur af verkefninu er að möguleg innmötun á Austfjarðakerfið eykst um rúmlega 20 MW. 

Uppruni og meginmarkmið verkefnis

Uppruni verkefnisins er vegna aukinnar flutningsþarfar í svæðisbundna kerfinu á Austfjörðum. Aukin flutningsþörf er m.a. tilkomin vegna rafvæðingar fiskimjölsverksmiðja á svæðinu, ásamt annarri atvinnuuppbyggingu. Samkvæmt þingsályktunartillögu að aðgerðaáætlun stjórnvalda í orkuskiptum sem samþykkt var í maí 2017 eiga raforkuinnviðir fyrir notkun fiskimjölsverksmiðja að vera til staðar og fellur þetta verkefni að því markmiði. Meginmarkmið með verkefninu er að auka flutningsgetu inn á afhendingarstaði í svæðisbundna flutningskerfinu á Austfjörðum.

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis

Sótt var um sérleyfi til Orkustofnunar fyrir framkvæmd verkefnisins í lok janúar 2018 og var leyfið veitt þann 29. nóvember 2018. 

Umfang verkefnis

Verkefnið snýr að spennuhækkun á núverandi kerfi og inniheldur því nær engar línulagnir. Framkvæmd var valkostagreining sem nær yfir byggingu nýs tengivirkis á Eskifirði og breytingar á tengivirki á Eyvindará. 

Á Eskifirði þarf að reisa nýtt 132 kV tengivirki. Þar voru skoðaðir tveir valkostir á niðurspenningu úr 132 kV í 66 kV, þ.e. að útbúa virkið með einum aflspenni eða tveimur. Varð seinni kosturinn fyrir valinu til þess að tryggja betur afhendingaröryggi kerfisins og auka flutningsgetu. 

Á Eyvindará þarf að bæta við tveimur 132 kV rofareitum. Þar voru skoðaðir þrír valkostir, að bæta við tveimur útirofum í núverandi virki, að byggja nýtt yfirbyggt 132 kV virki og sá að byggja nýtt yfirbyggt virki fyrir bæði 132 kV og 66 kV. Einnig þarf að leggja u.þ.b. 2 km af Eskifjarðarlínu 1 í jarðstreng næst tengivirkinu.

Rökstuðningur verkefnis

Sá valkostur sem best uppfyllir markmið raforkulaga og samræmist stefnu stjórnvalda hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.

 
TAFLA 3-17 : Austurland spennuhækkun – rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-17 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er í kafla að ofan, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar í Tafla 3-21, Tafla 3-22 og Tafla 3-23.

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felur í sér byggingu nýs tengivirkis á Eskifirði með 132 kV rofum og spennum, nýju 132 kV tengivirki á Eyvindará og breytingum á tengivirki á Stuðlum. Einnig þarf að leggja u.þ.b. 2 km af Eskifjarðarlínu 1 í jörðu næst Eyvindará. Þegar framkvæmdum lýkur verður rekstrarspenna lína á milli stuðla og Eskifjarðar (Stuðlalína 2) og á milli Eskifjarðar og Eyvindarár (Eskifjarðarlína 1), hækkuð úr 66 kV í 132 kV. Þegar var búið að skipta út 66 kV strengendum í Stuðlalínu 2 og Eskifjarðarlínu 1 og voru þá 66 kV strengjum með ófullnægjandi flutningsgetu skipt út fyrir 132 kV strengi.

Raflína

TAFLA 3-18 : Austurland spennuhækkun – lýsing framkvæmdar, raflína

Einlínumynd verkefnis

MYND 3-11 : Austurland spennuhækkun – einlínumynd verkefnis

Tengivirki við Eskifjörð

Tengivirkið við Eskifjörð hefur verið verkhannað sem gaseinangrað (GIS) yfirbyggt tengivirki á 132 kV málspennu með fjórum rofareitum og tengjast inn í það eftirfarandi línur:
 • Eskifjarðarlína 1 (ES1).
 • Stuðlalína 2 (SR2).
 
TAFLA 3-19 : Austurland spennuhækkun – lýsing framkvæmdar, tengivirki á eskifirði

Tengivirki við Eyvindará (breytingar)

Tengivirkið við Eyvindará verður stækkað með tveimur 132 kV útirofareitum.
 

TAFLA 3-20 : Austurland spennuhækkun – lýsing framkvæmdar, tengivirki eyvindará

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

TAFLA 3-21 : Austurland spennuhækkun – fjárhagslegar upplýsingar

*Innifalið í heildarfjárfestingarkostnaði.

Tafla 3-21 inniheldur fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Heildarfjárfestingarkostnaður vegna spennuhækkunarinnar er 1.795 milljónir króna. Verkefnið hefur eingöngu áhrif á gjaldskrá til dreifiveitna þar sem að það tilheyrir svæðisbundna flutningskerfinu á Austurlandi. 

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist um mitt ár 2019 og að þeim ljúki snemma árs 2021.

 

Markmið raforkulaga. 

Hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga var metið sérstaklega fyrir hvort tengivirkið fyrir sig. Niðurstaða matsins er eftirfarandi:
 

MYND 3-12 : Spennuhækkun á Austurlandi – uppfylling markmiða fyrir Eskifjörð

MYND 3-13 : Spennuhækkun á Austurlandi – uppfylling markmiða fyrir Eyvindará

Mynd 3-12 og Mynd 3-13 sýna niðurstöður mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga. Eins og sést á myndunum er matið svipað fyrir bæði tengivirki þegar kemur að öryggi, skilvirkni og gæði raforku. Áhrif framkvæmda á öryggi eru talin vera verulega jákvæð vegna N-1 reksturs á Eskifirði, í Neskaupstað og á Stuðlum eftir framkvæmdina. Það sama gildir um skilvirkni, en með framkvæmdum mun flutningsgeta núverandi flutningsmannvirkja aukast umtalsvert frá því sem nú er. Tengivirkið á Eskifirði mun leiða af sér betra rekstraröryggi á Eskifirði og í Neskaupstað, en áhrif áreiðanleika tengivirkisins á Eyvindará eru talin óveruleg. Það var metið svo að framkvæmdirnar hafa jákvæð áhrif á gæði raforku í báðum tilfellum. 

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Framkvæmdin mun stuðla að lækkun flutningstapa. Ekki er þó mögulegt að meta nákvæmlega magn flutningstapa þar sem heildarflutningsmagn um kerfið til framtíðar er óljóst. Því eru áhrif framkvæmdarinnar á flutningstöp reiknuð út hlutfallslega sem fall af fluttu raunafli á svæðinu um sömu línur, annars vegar þegar rekstrarspennan er 66 kV og hins vegar þegar hún er 132 kV.

 

MYND 3-14 : Samanburður á flutningstöpum við 66 kV og 132 kV 

Mynd 3-14 sýnir hlutfallslegan mun á flutningstöpum í Austurlandskerfinu um Eskifjarðarlínu 1 og Stuðlalínu 2, annars vegar við 66 kV rekstrarspennu og hins vegar við 132 kV rekstrarspennu. Töp við 132 kV eru 75% minni en við 66 kV og má því ætla að flutningstöp í kerfinu muni minnka talsvert þar sem allt afl sem notað er á Eskifirði og í Neskaupstað, þar sem fyrir eru m.a. aflfrekar fiskimjölsverksmiðjur og stór fiskiðjuver, fer um þessar tvær línur. 

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Framkvæmdin mun ekki auka afhendingaröryggi á öllu svæðinu þar sem verið er að spennuhækka línur sem þegar eru til staðar. Afhending til viðskiptavina verður hins vegar áfram á 66 kV spennu og eru breytingar á afhendingaröryggi til þeirra hverfandi. Útreiknað afhendingaröryggi verður betra á Eskifirði og í Neskaupstað, auk þess sem það eykst örlítið á Eyvindará og á Seyðisfirði.
 

TAFLA 3-22 : Markmið um og möguleg áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

 • SMS: Skv. útreikningum áreiðanleika mun heildarafhendingaröryggi verða aðeins lakara en það er fyrir framkvæmdina, sem samsvarar 0,014 mínútum ári. 
 • KM: Engin truflun á almennu álagi á Austurlandi á síðustu 10 árum hefur farið yfir 10 kerfismínútur en markmið Landsnets er að engar slíkar truflanir eigi sér stað í kerfinu. 
 • SRA: Truflanir síðustu 10 ára á Austurlandi hafa valdið skerðingu sem jafngildir um 0,22 MW/MWár í SRA-stuðlinum fyrir landið í heild en markmið Landsnets er að þessi stuðull sé undir 0,85 MW/MWár. Spennuhækkun á Austurlandi hefur ekki áhrif á þennan stuðul.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð

Að mestu leyti er um framkvæmdir um tengivirki að ræða og nær því stefna stjórnvalda ekki yfir verkefnið, nema að mjög takmörkuðu leyti. Fyrir 1 km jarðstrengslögn við tengivirkið á Eyvindará er gerður samanburður á verði jarðstrengshlutans og nýrri 132 kV loftlínu á sama stað. Verðið er fengið frá verðbanka Landsnets og miðast við kostnað vegna lagningar nýrrar 132 kV loftlínu við svipaðar aðstæður og eru á viðkomandi verkstað. Skv. verðbankanum er verð nýrrar loftlínu 110 milljónir króna sem er 85% af verði jarðstrengslagnarinnar. Jarðstrengslögnin er því í samræmi við stefnu stjórnvalda um línugerð. 

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

TAFLA 3-23 : Austurland spennuhækkun – samræmi við almenn atriði í stefnu

Framkvæmdin er talin hafa óveruleg eða verulega jákvæð áhrif á almenn atriði í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins. 

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Áhrifin eru metin sem óveruleg neikvæð á alla umhverfisþætti, en jákvæð á atvinnuuppbyggingu. Meginforsenda fyrir óverulegum neikvæðum áhrifum er að unnið er í núverandi línustæði og því verður lítið viðbótarrask með spennuhækkun og jarðstrengir fylgja vegum. Spennuhækkun mun hins vegar hafa mikil áhrif á rekstraröryggi og flutningsgetu inn á Austfirði, sem mun að minnsta kosti hafa í för með sér jákvæð áhrif.
 

 


Sauðárkrókur - ný tenging


Verkefnið snýr að byggingu nýrrar flutningslínu í svæðisbundna kerfinu á Norðurlandi vestra sem mun hljóta nafnið Sauðárkrókslína 2. Flutningslínan, sem er 66 kV jarðstrengur, mun liggja á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar, þar sem hún tengist byggðalínunni. Línan er önnur tenging á milli þessara tveggja staða, en fyrir er Sauðárkrókslína 1, 66 kV loftlína frá Varmahlíð á Sauðárkrók, sem er eina núverandi tenging Sauðárkróks við flutningskerfið. Línan er orðin rúmlega 40 ára gömul og því mikilvægt að styrkja þessa tengingu. Einnig hefur 132/66 kV spennirinn í Varmahlíð takmarkandi áhrif á flutning til Sauðárkróks og mun verkefnið því einnig leiða til aukinnar flutningsgetu til Skagafjarðar.

Uppruni verkefnis

Uppruni verkefnisins er frá svæðisbundnu flutningskerfunum og snýr að auknu afhendingaröryggi í Skagafirði með aukinni möskvun afhendingarstaðarins á Sauðárkróki við meginflutningskerfið.

Upprunaleg afgreiðsla verkefnis

Verkefnið var upprunalega afgreitt í apríl 2016 með kerfisáætlun 2015-2024.

Frá þeirri afgreiðslu hafa orðið umtalsverðar breytingar á umfangi verkefnisins, en á vinnslutíma kerfisáætlunar 2015-2024 var undirbúningur verkefnisins skammt á veg kominn og lokaútfærsla verkefnisins óljós. Við afgreiðslu á kerfisáætlun 2015-2024 voru settar fram upplýsingar um heildarkostnað verkefnis og hljóðaði hann upp á 1.200 milljónir króna. Við frekari undirbúning verkefnisins kom hins vegar í ljós að sú útfærsla myndi ekki uppfylla markmið verkefnisins um aukið afhendingaröryggi á Sauðarkróki og því ljóst að umfang verkefnisins yrði annað og meira en kynnt var í framkvæmdaáætlun kerfisáætlunar 2015-2024 og kostnaður umtalsvert hærri.

Breytingar á umfangi voru tilkynntar til Orkustofnunar í október 2017 og gerði Orkustofnun ekki athugasemdir við þær breytingar, í bréfi dagsettu 11. janúar 2018.

Umfang verkefnis

TAFLA 3-24 : SA2 – Umfang verkefnis

Rökstuðningur fyrir verkefni

Til að rökstyðja verkefnið er litið til þess hvernig línulögnin uppfyllir markmið þau sem sett eru fram í raforkulögum og þess hvernig verkefnið uppfyllir stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins og stefnu um lagningu raflína.

TAFLA 3-25 : SA2 – Rökstuðningur verkefnis

Tafla 3-25 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig verkefnið uppfyllir markmið raforkulaga, samkvæmt mælikvarða sem lýst er að ofan, og mat á því hvort verkefnið sé í samræmi við stefnur stjórnvalda. Einnig inniheldur hún fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Matinu er lýst nánar í töflum 3-30, 3-31, 3-32 og 3-33.

Lýsing á framkvæmd

Hér á eftir fer lýsing á þeim búnaði sem felst í aðalvalkosti verkefnisins.

Raflína

TAFLA 3-26 : SA2 - Lýsing framkvæmdar, raflína

Einlínumynd verkefnis

MYND 3-15 : Einlínumynd Sauðárkrókslínu 2

Mynd 3-15 sýnir einlínumynd af áætlaðri línu SA2.

Tengivirki á Sauðárkróki

TAFLA 3-27 : SA2 – Lýsing framkvæmdar, tengivirki á Sauðárkróki

Tengivirki í Varmahlíð (66 kV hlutinn)

TAFLA 3-28 : SA2 – Lýsing framkvæmdar, tengivirki í Varmahlíð

Búnaður til launaflsútjöfnunar 

Setja þarf upp eina spólu til útjöfnunar á launafli frá jarðstrengnum.

TAFLA 3-29 : SA2 – Lýsing framkvæmdar, launaflsútjöfnun

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

TAFLA 3-30 : SA2 – Fjárhagslegar upplýsingar

Tafla 3-30 Inniheldur fjárhagslegar upplýsingar um verkefnið. Fjárfestingin hefur ekki áhrif á gjaldskrá stórnotenda, þar sem um verkefni í svæðisbundna flutningskerfinu á Norðurlandi er um að ræða.

Tímaáætlun

Verkáætlun vegna verksins tekur mið af því að framkvæmdir hefjist í byrjun árs 2019. Verklok eru áætluð á síðari hluta árs 2020.

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig framlagður valkostur uppfyllir markmið raforkulaga.

MYND 3-16 : Sauðárkrókur – ný tenging

Mynd 3-16 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga. Hún er talin hafa mikil jákvæð áhrif á öryggi sökum þess að afhendingaröryggi á Sauðárkróki eykst í N-1. Einnig eru áhrifin áreiðanleika afhendingar talin vera verulega jákvæð vegna þess að auk tveggja lína til Sauðárkróks koma til ný tengivirki í Varmahlíð og á Sauðárkróki sem hafa verulega jákvæð áhrif áreiðanleika. Framkvæmdin er talin hafa jákvæð áhrif á gæði raforku og skilvirkni, gæði raforku sökum þess að skammhlaupsafl eykst á Sauðárkróki með tilkomu nýrrar tengingar og skilvirkni vegna minnkunar á flutningstöpum og tilkomu aukinnar flutningsgetu.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

MYND 3-17 : Hlutfallsleg flutningstöp borið saman við grunntilfelli

Áhrif framkvæmdarinnar á flutningstöp eru metin með samanburði við grunntilfellið, sem er skilgreint sem hlutfallsleg töp í núverandi flutningslínu á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, eftir raunafli sem flæðir um línuna. Töpin í núverandi línu eru 0,3% við 5 MW flutning, 0,6% við 10 MW flutning. Töpin við 20 MW væru 1,1% og væru 2,0% við 35 MW flutning. Þegar búið er að leggja Sauðárkrókslínu 2 og hún er rekin saman með Sauðárkrókslínu, myndu hlutfallsleg töp minnka um 72% frá grunntilfellinu. Ef ný lína er rekin ein og sér munu hlutfallsleg töp minnka um 61% frá grunntilfellinu.

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Áreiðanleiki raforkuafhendingar til notenda á Sauðárkróki og nágrenni batnar með tilkomu Sauðárkrókslínu 2, SA2.

Lagður verður 23 km langur 66 kV jarðstrengur við hlið Sauðárkrókslínu 1 frá Varmahlíð að Sauðárkróki. Við það tvöfaldast flutningsleiðin á þessari leið. Í dag er Sauðárkrókur geislatengdur með einni línu, SA1, en með tilkomu SA2 eiga einstaka truflanir á SA1 ekki að valda skerðingum. Nýja línan auðveldar einnig viðhald á eldri línu þar sem hægt verður að taka hana úr rekstri án þess að það hafi áhrif á afhendingu raforku á Sauðárkróki.

TAFLA 3-31 : SA2 – Markmið um og möguleg áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Á 10 árum, 2007-2016, hefur SA1 farið sex sinnum úr rekstri vegna fyrirvaralausra truflana og tvisvar vegna viðhalds. Að meðaltali síðustu 10 ár hefur SA1 verið úti í um 18 mínútur ári vegna fyrirvaralausra rekstrartruflana og um 72 mínútur ári vegna viðhalds. Á síðustu 10 árum hafa allar truflanir sem verið hafa á SA1 valdið skerðingum á Sauðárkróki sem samsvarar 51,1 MWh eða 5,11 MWh ári. Þar sem SA2 liggur við hlið SA1 ættu truflanir og viðhald á SA1, að hafa lítil áhrif á afhendingu á Sauðárkróki eftir að nýja línan er komin í rekstur.

Framkvæmdur hefur verið útreikningur áreiðanleika og ótiltæki á Sauðárkróki og er niðurstaðan eftirfarandi:

 • SMS: Með tilkomu nýrrar línu ætti straumleysismínútum (SMS) á landinu að fækka að meðaltali um 0,04 mínútur ári ef litið er á truflanir síðustu ára, en markmið Landsnets er að straumleysismínútur í kerfinu séu ekki fleiri en 50 ári.
 • Kerfismínútur: Engin truflun á Norðurlandi á síðustu 10 árum hefur farið yfir 10 kerfismínútur en markmið Landsnets er að engar slíkar truflanir eigi sér stað í kerfinu. Ætla má því að tilkoma SA2 muni ekki fækka truflunum sem eru yfir 10 kerfismínútur þar sem álagið er ekki mikið á Sauðárkróki og því ólíklegt að truflanir á afhendingu þar fari yfir 10 kerfismínútur og hefur SA2 lítil áhrif á KM.
 • SRA: Stuðull um rofið álag (SRA) er stuðull sem Landsnet hefur sett sér markmið um. Truflanir síðustu 10 ára á SA1 hafa valdið skerðingu sem jafngildir um 0,002 MW/MWár í SRA-stuðlinum fyrir landið í heild en markmið Landsnets er að þessi stuðull sé undir 0,85 MW/MWár. Ný lína við hlið SA1 gæti því að lágmarki lækkað SRA-stuðulinn sem þessu nemur sem er rúmlega 0,2% lækkun.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línutegund

TAFLA 3-32 : SA2 – Samræmi við almenn atriði í stefnu

Jarðstrengslögnin er í fullu samræmi við stefnu um línugerð og fellur undir kostnaðarviðmið sem sett er í stefnunni.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

TAFLA 3-33 : SA2 – Samræmi við almenn atriði í stefnu

Framkvæmdin hefur verulega jákvæð áhrif á flest almenn atriði sem tilgreind eru í stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins. Af þessu má draga þá ályktun að framkvæmdin sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu og í samræmi við almenn atriði skv. stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins.

Umhverfisáhrif verkefnis

Umhverfisáhrif Sauðárkrókslínu 2 eru talin óveruleg neikvæð á jarðminjar, vatnafar, lífríki, landslag og ásýnd og fornleifar. Áhrifin eru verulega jákvæð á atvinnuuppbyggingu.


 


Neskaupstaðarlína 2


Til þess að bæta afhendingaröryggið í Neskaupstað er þörf á tvöföldun á 66 kV tengingu til Neskaupstaðar. Nú þegar er búið að koma fyrir ídráttarrörum í Norðfjarðargöngin fyrir Neskaupstaðarlínu 2 og snýst verkefnið því um að koma tengingu frá Eskifirði gegnum göngin og út á Neskaupstað.

Uppruni verkefnis

Þar sem Neskaupstaður er eingöngu tengdur með einni háspennulínu, Neskaupstaðarlínu 1 (NK1), er ljóst að tengingin uppfyllir ekki stefnu stjórnvalda um að allir afhendingarstaðir í svæðisbundnum hlutum flutningskerfisins skuli árið 2040 vera komnir með tengingu sem tryggi að rof á stakri einingu valdi ekki takmörkunum á afhendingu eða afhendingarrofi. Þess vegna hefur það verið langtímamarkmið að tvöfalda tenginguna til Neskaupstaðar. Til þess að vinna að þessu markmiði var tekin upp samvinna við Vegagerðina um að koma fyrir ídráttarrörum í Norðfjarðargöngin fyrir Neskaupstaðarlínu 2. Í tillögu að kerfisáætlun Landsnets 2016-2025 var tekið fram að verið væri að skoða tvöföldun á tengingu til Neskaupstaðar til þess að nýta rörin í Norðfjarðargöngum. 

Framlagður aðalvalkostur

Nýr 66 kV jarðstrengur verður lagður frá Eskifirði að Neskaupstað. Hann fær heitið Neskaupstaðarlína 2 (NK2) og verður um 17 km langur. Stækka þarf svo bæði tengivirkið á Eskifirði og í Neskaupstað.

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti

Sá valkostur sem best uppfyllir markmið raforkulaga og stefnu stjórnvalda um lagningu raflína hefur verið valinn sem framlagður valkostur í framkvæmdaáætlun.
 

TAFLA 3-34 : NK2 – Rökstuðningur verkefnis

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í lagningu 66 kV jarðstrengs milli Eskifjarðar (ESK) og Neskaupstaðar (NKS), ásamt tilheyrandi stækkunum á tengivirkjunum á báðum endum strengsins.

Raflína – NK2

TAFLA 3-35 : NK2 – Lýsing framkvæmdar

ESK Tengivirki - breyting

TAFLA 3-36 : NK2 – Lýsing framkvæmdar

NKS Tengivirki - breyting

TAFLA 3-37 : NK2 – Lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

MYND 3-18 : Einlínumynd af áætlaðri NK2 frá ESK út til NKS

Mynd 3-18 er einlínumynd af áætlaðri línu NK2 frá ESK til NKS gegnum Norðfjarðargöngin. Nýr 66 kV jarðstrengur verður lagður frá Eskifirði að Neskaupstað. Hann fær heitið Neskaupstaðarlína 2 (NK2) og verður um 17 km langur. Strengurinn mun liggja frá 66kV tengivirkinu á Eskifirði meðfram Dalbraut að ídráttarrörunum við suðurenda Norðfjarðarganga sem er um 7 km löng. Í austurkanti Norðfjarðarganganna hafa verið lögð þrjú ídráttarrör fyrir jarðstrengi og gert hefur verið ráð fyrir sjö samtengingum á gangaleiðinni í samtengibrunnum sem eru til staðar í útskotum ganganna. Austan Oddsskarðsvegar alla leið að tengivirkinu í Neskaupstað verður strengurinn lagður sunnan við Norðfjarðarveg.
Stækka þarf tengivirkið á Eskifirði til að koma fyrir nýjum 66 kV rofareit fyrir NK2. NK2 mun koma inn á suðurhlið nýja hluta tengivirkisins. Í leiðinni verður bætt við rofareit fyrir spenni 2 sem er í dag samtengdur spenni 1. Einnig verður settur upp skilrofi inn í 66 kV teina tengivirkisins þannig að hægt verði að skipta því upp í tvo hluta með eina tengingu við RARIK, eina tengingu til Neskaupstaðar og eina tengingu við flutningskerfið hvorum megin sem eykur áreiðanleika og rekstraröryggi.
Stækka þarf tengivirkið í Neskaupstað til að koma fyrir nýjum 66 kV rofareit fyrir NK2. NK2 mun koma inn á norðvesturhlið nýja hluta tengivirkisins. Í leiðinni verður settur upp skilrofi inn í 66 kV teina tengivirkisins þannig að hægt verði að skipta því upp í tvo hluta með einn spenni og eina línu hvorum megin til að auka áreiðanleika og rekstraröryggi. Einnig verður settur upp aflrofi í rofareit NK1 en þar er enginn aflrofi í dag

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

Kostnaðarmatið var unnið með hjálp verðbanka Landsnets og miðast við gengi evru 121,5 krónur og gengi Bandaríkjadollara 99 krónur.

 

TAFLA 3-38 : NK2 – Fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist sumarið 2019 og að þeim ljúki ári seinna. Spennusetning er áætluð sumarið 2020.

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig framlagður valkostur uppfyllir markmið raforkulaga.
 

MYND 3-19 : NK2 – Samræmi við markmið raforkulaga

Mynd 3-19 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga. Hún er talin hafa mikil jákvæð áhrif á öryggi sökum þess að afhendingaröryggi á Neskaupstað eykst í N-1. Einnig eru áhrifin áreiðanleika afhendingar talin vera verulega jákvæð vegna þess að auk tveggja lína til Neskaupstaðar eru tengivirki á Eskifirði og Neskaupstað endurbætt sem hafa verulega jákvæð áhrif áreiðanleika. Framkvæmdin er talin hafa jákvæð áhrif á gæði raforku og skilvirkni, gæði raforku sökum þess að skammhlaupsafl eykst á lítillega á Neskaupstað með tilkomu nýrrar tengingar og skilvirkni vegna minnkunar á flutningstöpum og tilkomu aukinnar flutningsgetu.

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

MYND 3-20 : Heildartöp á línuleiðinni eftir flutningsmagni

Áhrif framkvæmdarinnar á flutningstöp eru metin með samanburði við grunntilfellið, sem er skilgreint sem hlutfallsleg töp í núverandi flutningslínu á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar, eftir raunafli sem flæðir um línuna. Töpin í núverandi línu eru 0,11% við 5 MW flutning, 0,22% við 10 MW flutning. Töpin við 20 MW væru 0,45% og væru 0,8% við 35 MW flutning. Þegar búið er að leggja NK2 og hún er rekin saman með NK1 myndu hlutfallsleg töp minnka um 79% frá grunntilfellinu. Ef ný lína er rekin ein og sér munu hlutfallsleg töp minnka um 73% frá grunntilfellinu.

Áhrif framkvæmdar á afhendingaröryggi

Áreiðanleiki raforkuafhendingar til notenda í Neskaupstað og nágrenni batnar með tilkomu NK2.

Lagður verður 17 km langur 66 kV jarðstrengur við hlið NK1 frá Eskifirði út í Neskaupstað. Við það tvöfaldast flutningsleiðin á þessari leið. Í dag er Neskaupstaður geislatengdur með einni línu, NK1, en með tilkomu NK2 eiga einstaka truflanir á NK1 ekki að valda skerðingum. Nýja línan auðveldar einnig viðhald á eldri línu þar sem hægt verður að taka hana úr rekstri án þess að það hafi áhrif á afhendingu raforku í Neskaupstað.

Samræmi við stefnu stjórnvalda um línutegund

TAFLA 3-39 : NK2 – Samræmi við stefnu um línugerð

Jarðstrengslögnin er í fullu samræmi við stefnu um línugerð og fellur undir kostnaðarviðmið sem sett er í stefnunni.
Til að bera saman kostnað við jarðstrengslagnir í meginvalkosti var framkvæmt verðmat á sambærilegri 66 kV loftlínu (valkostur 2). Kostnaður við 18 km 66 kV loftlínu er 596 milljónir króna. Loftlínan þarf að vera örlítið lengri en jarðstrengurinn þar sem loftlínan getur ekki farið í gegnum göngin. Kostnaðarmatið var unnið með hjálp verðbanka Landsnets og miðast við 66 kV loftlínu með trémöstrum. Kostnaður við jarðstrenginn er áætlaður 742 milljónir króna.
Verðið eru fengið úr verðbanka Landsnets og miðast við gengi evru 121,5 krónur og gengi Bandaríkjadollara 99 krónur.

Samræmi við almenn atriði í stefnu stjórnvalda

TAFLA 3-40 : NK2 - Samræmi við almenn atriði í stefnu

Framkvæmdin hefur verulega jákvæð áhrif á flest almenn atriði sem tilgreind eru í stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins. Af þessu má draga þá ályktun að framkvæmdin sé í fullu samræmi við stefnu stjórnvalda um lagningu raflínu og í samræmi við almenn atriði skv. stefnu um uppbyggingu flutningskerfisins.

Umhverfismat framkvæmdar

Framkvæmd liggur að hluta innan fjarsvæðis vatnsverndar en umfang áhrifa eru talin lítil. Að öðru leyti er framkvæmd utan verndarsvæða og ekki talin raska náttúruminjum sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum. Umhverfisáhrif framkvæmdar eru talin óveruleg. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 30. ágúst 2013, kemur fram að fyrirhuguð framkvæmd sé ekki matsskyld.

 

 


Færsla Hamraneslína 1 og 2

Landsnet hf. áformar að færa Hamraneslínur 1 & 2 fjær byggð á um 1,5 km kafla við Skarðshlíð í Hafnarfirði. Í stað þess að fara yfir byggðina í Skarðshlíð og meðfram Ásvallabraut að Hamranestengivirki mun línan fara suður út á Hamranesið og tengjast tengivirkinu úr suðvestri. Þessi lína verður rifin þegar Lyklafellslína er komin í notkun og er því einungis um tímabundna færslu að ræða.

Uppruni og markmið verkefnis

Landsnet hefur lengi haft í skoðun og undirbúningi hvernig framtíðar fyrirkomulag raforkumannvirkja sé best fyrirkomið í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þörf á breytingum hefur verið fyrirsjáanleg um nokkurn tíma og kemur til af þörf á að styrkja flutningskerfi raforku vegna breyttrar flutningsþarfar. Þessi áform fara saman við áform sveitarfélaganna á svæðinu um byggðaþróun og uppbyggingu innan viðkomandi sveitarfélaga. Við leiðarval og samráð hefur komið skýrt fram sú áhersla sveitarfélaganna að losa um háspennulínur í upplandinu næst byggð á höfuðborgarsvæðinu, en þar liggja Hamraneslínur 1 & 2 um útivistar- og vatnsverndarsvæði í Heiðmörk og fyrirhugað byggingarsvæði. Til þess að hægt sé að fara í niðurrif Hamraneslína þarf að ráðast í nýjar styrkingar á milli Hamraness og Geitháls og var fyrirhugað að Lyklafellslína meðfram Búrfellslínu 3, myndi gegna því hlutverki.

Lyklafellslína er forsenda fyrir niðurrifi á Hamraneslínum 1 & 2. Unnið var mat á umhverfisáhrifum hennar og fleiri framkvæmda, í verkefninu SV- línur og lá álit Skipulagsstofnunar fyrir í september 2009. Landsnet sótti um framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu til viðkomandi sveitarfélaga, sem voru kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Úrskurðarnefndin felldi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðar úr gildi þann 26. mars 2018. Úrskurðurinn leiðir til frestunar á framkvæmdum við Lyklafellslínu og tengdum framkvæmdum, m.a. niðurrifi Hamraneslína, þar sem fyrirséð er að ráðast þarf í nýtt mat á umhverfisáhrifum fyrir Lyklafellslínu.

Tafir á niðurrifi Hamraneslína eru ekki í samræmi við uppbyggingaráform í Hafnarfirði, þar sem línurnar liggja við íbúabyggðina Skarðshlíð sem er í uppbyggingu og liggja inn í jaðar fyrirhugaðrar íbúabyggðar í Hamranesi, þar sem ráðgert er að ljúka við deiliskipulagerð nú á árinu og hefja lóðaúthlutanir í kjölfarið.

Til að Hamraneslínur 1 & 2 hindri ekki frekari uppbyggingu Skarðshlíðarhverfis og Hamraness í Hafnafirði hefur Landsnet, í samráði við Hafnarfjarðarbæ, ákveðið að færa hluta þeirra tímabundið fjær byggðinni. Þær verða svo teknar niður þegar Lyklafellslína er tilbúin.

Framlagður aðalvalkostur

Aðalvalkostur samanstendur af færslu á 1,5 km af Hamraneslínum 1 & 2 með því að byggja tvær nýjar loftlínur á stöguðum súlum. Framkvæmdin felur í sér niðurrif á 5 möstrum og byggingu á 8 nýjum í þeirra stað.

Rökstuðningur fyrir aðalvalkosti

Á þessum stutta kafla er mikið um stefnubreytingar og því eru hlutfallslega mörg stöguð hornmöstur. Til að samræma útlit mastra á leiðinni og þannig draga úr sjónrænum áhrifum var ákveðið að notast við stagaðar súlur. Fyrir leiðarana 6 verða þá 6 stakar stagaðar súlur hlið við hlið og engir þverbitar. Þetta minnkar ásýnd miðað við hefðbundin möstur og eru súlurnar mun lægri en núverandi möstur. Súlurnar er svo hægt að endurnýta þegar Hamraneslínur 1 & 2 verða fjarlægðar. Mastrastæði verða aðeins stærri en ef um hefðbundið mastur fyrir eina línu væri að ræða en hægt er að hlífa Hellnahrauni að mestu leyti, einungis eitt nýtt mastrastæði þarf upp við tengivirkið í Hamranesi.

Við færslu Hamraneslína 1 & 2 vera rifin 40 – 45 m há möstur sem blasa við Vallahverfi og nágrenni og sjást langt að. Í stað þeirra koma helmingi lægri möstur sem verða um hálfum km lengra frá byggðinni og að hluta til í hvarfi. Áhrif á landslag og ásýnd eru talin verulega jákvæð.

 

TAFLA 3-41 : HN1&2 – Rökstuðningur verkefnis

Lýsing á framkvæmd

Verkefnið felst í færslu á 1,5 km af Hamraneslínum 1 & 2 með því að byggja tvær nýjar loftlínur á stöguðum súlum. Framkvæmdin felur í sér niðurrif á 5 möstrum og byggingu á 8 nýjum í þeirra stað.

Raflína

TAFLA 3-42 : HN1&2 – Lýsing framkvæmdar

Einlínumynd verkefnis

MYND 3-21 : HN1&2 – Einlínumynd

Fjárhagslegar upplýsingar um aðalvalkost

TAFLA 3-43 : HN1&2 – Fjárhagslegar upplýsingar

Tímaáætlun

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrri hluta ársins 2019 og að þeim ljúki um haustið sama ár. Spennusetning er áætluð haustið 2019.

Markmið raforkulaga

Framkvæmd var greining á því hvernig framlagðir valkostir uppfylla markmið raforkulaga. Mynd 3-32 sýnir niðurstöðu mats á því hvernig framkvæmdin uppfyllir markmið raforkulaga. Eins og sést á myndinni þá hefur framkvæmdin lítil sem engin áhrif á núverandi ástand.

MYND 3-22 : Færsla HN1&2 - Samræmi við markmið raforkulaga

Áhrif framkvæmdar á flutningstöp

Framkvæmdin hefur ekki teljandi áhrif á flutningstöp í flutningskerfi raforku.

Samræmi við stefnu stjórnvalda

Ekki er talið ráðlegt að fara með tvö jarðstrengsett sömu leið og núverandi lína, bæði sökum þess hve mikið rask yrði á eldhrauni, auk þess sem tvö sett af háspennustrengjum flækja alla frekar uppbyggingu byggðar nærri sér og einkum með tilliti til annarra veitna sem þarf að leggja í jörð á svæðinu. Með lagningu strengjanna meðfram jaðri byggðar væri búið að hefta alla frekari uppbyggingu út fyrir strenginn nema með ærnum tilkostnaði og rekstraráhættu á afhendingaröryggi raforku. Kostnaður er einnig umtalsvert meiri en við loftlínuvalkosti og er rúmlega tvöfalt dýrara að leggja jarðstreng þessa leið.

Umhverfisáhrif framkvæmdar

Þeir þættir framkvæmdarinnar sem líklegir eru til að hafa áhrif á umhverfið eru bygging loftlínu og slóðagerð. Engin verndarsvæði eru innan framkvæmdasvæðisins, hvorki náttúruvernd, hverfisvernd né vatnsvernd. Innan framkvæmdasvæðisins er þó eldhraun sem nýtur sérstakrar verndar skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd. Fyrirhuguð tilfærsla Hamraneslína 1 & 2 fer inn á svæði sem er mikið til raskað og þar sem skipulögð er frekari byggð, sem mun raska svæðinu enn frekar. Helstu umhverfisáhrif vegna framkvæmdanna eru falin í sjónrænum áhrifum af breyttri legu mannvirkisins.