Umhverfismat langtímaáætlunar

Landsnet hafði umsjón með matsvinnu kerfisáætlunar með aðstoð ráðgjafa. Verkefnishópur við gerð kerfisáætlunar ásamt matsteymi lagði mat á umhverfisáhrif áætlunarinnar. 

Umhverfismatið byggir á fyrirliggjandi gögnum sem eru m.a. áætlanir stjórnvalda, lög og reglur, alþjóðlegir samningar og sérfræðiskýrslur. Áhersla er lögð á að nýta landfræðilegar upplýsingar um umhverfisþætti, svo sem vistgerðir, náttúruvernd, eldhraun, votlendi, gróðurfar, vatnsverndarsvæði, byggð og ferðamannastaði. Markmiðið er að setja fram á skýran hátt möguleg áhrif vegna kerfisáætlunar, byggð á hlutlægum gögnum sem gerir samanburð valkosta skýran.

Framlögð gögn taka mið af því að kerfisáætlun er áætlun á landsvísu og því eru taka upplýsingar um meginflutningskerfið í langtímaáætlun mið af því. Hins vegar eru gögn og tilvísun í gögn um áhrif framkvæmdaáætlunar ítarlegri, enda er þar fjallað um staðbundnar framkvæmdir.

Niðurstaða umhverfismats kerfisáætlunar 2019-2028 er að mestu samsvarandi niðurstöðu umhverfismats kerfisáætlunar 2018-2027 enda forsendur að mestu þær sömu. 

Umhverfisþættir sem fjallað er um í matsvinnunni eru:

Náttúrufar og auðlindir Samfélag 
 •  Landslag og ásýnd
 •  Heilsa
 • Jarðminjar
 •  Atvinnuuppbygging, önnur en ferðaþjónusta
 •  Vatnafar
 •  Ferðaþjónusta sem atvinnugrein
 •  Lífríki
 •  Skipulagsáætlanir og eignarhald
 •  Menningarminjar
 •  Náttúruvá
 •  Loftslag
 
 •  Landnýting
 

Í þessum kafla er gerð grein fyrir áhrifum valkosta kerfisáætlunar 2019-2028 á hvern umhverfisþátt auk líklegri þróun umhverfisþátta ef kerfisáætlun kemur ekki til framkvæmda, sem er jafnframt mat á áhrifum núllkosts. 

 

 


Aðferðarfræði við vægismat

Notast er við fyrirliggjandi gögn og nauðsynlegt er að gögn séu sambærileg yfir allt landið til að tryggja samanburðarhæfni valkosta kerfisáætlunarinnar. Umhverfismat áætlana er í eðli sínu ónákvæmara en mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.  og því eru ekki forsendur til beins samanburðar á milli umhverfismats kerfisáætlunarinnar og svo eintaka framkvæmda.  Í umræðu hefur aftur á móti hefur borið á því að þessu hafi verið jafnað saman og því fer Landsnet þá leið í Kerfisáætlun 2019 – 2028  að lýsa umhverfisáhrifum með öðrum hugtökum en í umhverfismati einstakra framkvæmda. Notast er við eftirfarandi hugtök til að lýsa mati áhrifum áætlunar:

Mynd 6.1 -  Einkunnagjöf umhverfisáhrifa. 

Aðferðafræðin sem Landsnet notar við mat á umhverfisáhrifum byggir í grunninn á viðmiðum fyrir grunnástand/gildi umhverfisþátta (t.d. verndargildi gróðurs, fugla eða fornminja) og viðmiðum fyrir einkenni áhrifa (t.d. umfang rasks, bein eða óbein áhrif) vegna framkvæmdarinnar á viðkomandi umhverfisþátt. 

 • Grunnástand einstakra umhverfisþátta var metið á þriggja þrepa skala. Við matið var gjarnan horft til mikilvægis umhverfisþáttarins á viðkomandi stað. Þannig var t.d. mikilvægi umhverfisþátta metið hátt ef þeir njóta lögbundinnar verndar eða opinberir aðilar/sérfræðingar telja þá hafa hátt verndargildi. Að sama skapi var mikilvægi umhverfisþátta metið lægra ef ekkert slíkt á við. 
 • Einkenni áhrifa eru metin með hliðsjón af eðli framkvæmdar, einnig á þriggja þrepa skala. Við matið var gjarnan horft til beinna og óbeinna áhrifa framkvæmdarinnar á viðkomandi umhverfisþátt.

Viðmið fyrir einstaka umhverfisþætti eru breytileg, en öll eiga þau það sameiginlegt að hafa verið mótuð með hliðsjón af 2. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Eftir atvikum taka þau jafnframt mið af niðurstöðum sérfræðinga, lögum og öðrum útgefnum opinberum gögnum/viðmiðum sem eiga við um viðkomandi þátt. 

 
 
Mynd 6.2 -  Dæmi um framsetningu á niðurstöðu umhverfismats.
Við mat á áhrifum framkvæmdar er vegin saman greining á grunnástandi og helstu einkennum áhrifa sem hlotist geta af framkvæmdum áætlunarinnar  á viðkomandi umhverfisþátt (Mynd 6.2). Niðurstaða matsins, þ.e. vægiseinkunn fyrir áhrif á hvern umhverfisþátt, er þannig heildarsamantekt af þessum undirliggjandi viðmiðum. Niðurstaðan er ekki meðaltal heldur er lagt mat á innbyrðis vægi þessara viðmiða á hvorum ás fyrir sig. Tafla 6.1 gerir grein fyrir skilgreiningum á vægiseinkennum áhrifa.
Tafla 6.1 -  Skilgreiningar á vægiseinkunn áhrifa