Yfirlit um mótvægisaðgerðir

Við umhverfismat kerfisáætlunar er leitað leiða til að koma í veg fyrir eða draga úr neikvæðum og verulega neikvæðum umhverfisáhrifum vegna styrkingar meginflutningskerfisins. Niðurstaða matsvinnunnar gefur til kynna að tilteknir umhverfisþættir verða oftar fyrir áhrifum en aðrir þættir. Af því gefnu þarf sérstaklega að huga að áhrifum áætlunarinnar á þessa umhverfisþætti, sem eru:

  • Landslag og ásýnd 
  •  Lífríki
  • Jarðminjar
  • Samfélag
  • Landnýting

Landsnet hefur tilgreint mótvægisaðgerðir, sem litið verður til á síðari stigum þ.e.a.s. við undirbúning einstakra framkvæmda (Tafla 10.1). Við mótun þeirra var tekið tillit til ábendinga sem komu fram í fyrra umhverfismati og greiningu á fjölda umhverfisþátta innan áhrifasvæða A | hálendisleið og B | byggðaleið. 
Tilgangur mótvægisaðgerða er að draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif. 

 
Tafla 10.1 -  Yfirlit yfir mótvægisaðgerðir. Landsnet ber ábyrgð á framkvæmd mótvægisaðgerða.