Umhverfisáhrif í svæðisbundnu kerfunum

Umfjöllun um svæðisbundnu kerfin er talsvert breytt frá kerfisáætlun 2018-2027. Tilgangur umfjöllunarinnar er að gefa lesendum kerfisáætlunar mynd af stöðu kerfanna, hvaða rekstrartengdu vandamál eru til staðar og stutt yfirlit yfir verkefnastöðu á viðkomandi svæði. Farið er yfir þær úrbótaleiðir sem hafa verið skoðaðar eða eru í skoðun til frekari úrlausnar á þeim vandamálum sem eru í viðkomandi kerfi.
 Úrbótaverkefnin eru hins vegar á því stigi að ekki hefur verið gerð ítarleg valkostagreining eða unnið mat á umhverfisáhrifum fyrir þau. Það verður gert þegar og ef ákveðið verður að fara lengra með greiningu á viðkomandi verkefni. Umfjöllun umhverfisskýrslu er því fyrst og fremst vísbending um hvers konar umhverfisáhrifa megi vænta, ef ráðist verður í aðgerðir til að styrkja svæðisbundnu kerfin.

 

Mynd 9.1  - Svæðisbundin flutningskerfi og tengingar við stórnotendur.

Umhverfisáhrif úrbóta

Ýmis rekstrartengd vandamál eru í svæðisbundnu kerfunum. Tengjast mörg þeirra álagsaukningu vegna aukinnar raforkunotkunar og takmörkunum í meginflutningskerfinu. Slík mál leysast með styrkingu þess kerfis. 
Önnur vandamál þurfa aðrar lausnir sem geta falist í spennuhækkunum og endurbyggingum lína, bæta við afhendingarstöðum, auka flutningsgetu, auka afhendingaröryggi, byggja ný tengivirki og koma á hringtengingum. 
Með ákveðnum styrkingum gefst einnig tækifæri til að taka niður línur og leggja jarðstrengi, sem dregur úr ásýnd kerfisins.

 
Tafla 9.1  - Yfirlit um möguleg umhverfisáhrif vegna úrbóta í svæðisbundnu kerfin.