Landsnet hefur að undanförnu unnið að mótun kerfisáætlunar 2019-2028. Í henni er að finna yfirlit yfir áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á flutningskerfinu til næstu 10 ára og framkvæmdaáætlun fyrir næstu 3 ár.
Umhverfisskýrslan er unnin í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Efnistök skýrslunnar eru samkvæmt 6. grein laganna.
Í matsvinnu kerfisáætlunar er lögð áhersla á að bera saman helstu áhrif valkosta kerfisáætlunar á þá umhverfisþætti sem voru skilgreindir í matslýsingu (Landsnet, 2018). Í Kerfisáætlun 2019-2028 eru skoðaðar þrír meginvalkostir, sem er breyting frá fyrri kerfisáætlunum, og verða bornir saman í umhverfismati. Þessi meginvalkostir eru; A | Hálendisleið, B | Byggðaleið og C | Lykilfjárfestingar. Valkostir A og B fela innbyrðis í sér mismunandi útfærslur og C kostur innheldur þær felur í sér að eingöngu verði farið lykilfjárfestingar sem fyrri tveir kostirnir eigi sameiginlegt.
Grundvallarmunur A og B valkosta felst í
- Leiðarvali meginvalkosta, þ.e. hálendisleið eða byggðalínuleið.
- Loftlínum og jarðstrengjum.
- Nýtingu núverandi línuleiða eða fara nýjar leiðir.
- Endurbygging eða nýjar línur
Breytt framsetning í umhverfisskýrslu
Framsetning umhverfisskýrslu hefur tekið töluverðum breytingum frá fyrri kerfisáætlunum með því markmiði að auka gagnsæi og setja niðurstöður fram með myndrænni hætti en áður. Breytt framsetning felst fyrst og fremst í eftirfarandi:
- Umfjöllun um grunnástand, núll-kost og umhverfisáhrif langtímaáætlunar sem og einstakra framkvæmda á þriggja ára áætlun er nú saman í einu skjali.
- Ný aðferðafræði er notuð fyrir vægismat áhrifa á umhverfisþætti sem byggir á umfjöllun um grunnástand og einkenni áhrifa. Skerpt hefur verið á matsþáttum sem hafðir eru til hliðsjónar við mat á áhrifum og þeir listaðir upp í skýrslu.
- Umhverfisþættir hafa verið endurskoðaðir og í einhverjum tilfellum hafa umhverfisþættir verið sameinaðir eða skipt upp og verið endurskýrðir. Sömu matsspurningum er þó svarað og áætlað var í matslýsingu.
Hugtakanotkun yfir vægisáhrif hefur verið breytt frá fyrri umhverfisskýrslum til að aðskilja betur umhverfismat á áætlunarstigi frá umhverfismati á framkvæmdastigi. Í mati er nú talað um að áhrif geti orðið óveruleg, neikvæð eða jákvæð, mikið neikvæð eða mikið jákvæð. Skilgreining hugtaka er sú sama og var í fyrri kerfisáætlunum, sjá nánar kafla 7.1.
Nýjar upplýsingar og gögn í umhverfisskýrslu
Umhverfismatið fyrir kerfisáætlun 2019-2028 byggir á fyrri umhverfisskýrslum kerfisáætlunar , fyrirliggjandi gögnum og ábendingum sem komu fram við mótun síðustu áætlana, samráði og matslýsingu kerfisáætlunar 2019-2028.
Í umhverfismati Kerfisáætlunar 2019 – 2028 felast nýjar upplýsingar og gögn helst í eftirfarandi:
- Mat er lagt á umhverfisáhrif C kostar, það er þær lykilfjárfestingar sem eru sameiginlegar í A og B.
- Nýjar upplýsingar frá Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla Íslands um jarðvegsrof og uppgræðslusvæði sem notaðar eru við mat á áhrifum valkosta á landnýtingu.
- Umfjöllun um fágætisgildi landslags úr Íslenska Landslagsverkefninu, og upplýsingar um háhitasvæði á Íslandi frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem nýtast við mat á áhrifum valkosta á landslag.
Áhersla er á að nýta landfræðileg gögn við úrvinnslu matsins. Yfirlit landfræðilegra gagna er í viðauka, sem er ítarefni með umhverfisskýrslu. Ítarefnið er aðgengilegt á heimasíðu Landsnets (www.landsnet.is).
Niðurstaða umhverfismats er að mestu óbreytt frá fyrra mati
Megin niðurstöður langtímaáætlunar eru að mestu sambærilegar fyrri kerfisáætlunum. Einhverjar breytingar hafa orðið á niðurstöður einstakra valkosta og eru helstu breytingar eftirfarandi:
- Landslag og ásýnd: Valkostur A.2 er talinn hafa neikvæð áhrif í stað verulegra.
- Jarðminjar: Valkostur B.1 er talinn hafa neikvæð áhrif í stað verulegra
- Lífríki: valkostur B.2 er talinn hafa mikil neikvæð áhrif í stað neikvæðra og valkostur B.3 er talinn hafa neikvæð í stað verulegra neikvæðra
- Landnýting: er nýr umhverfisþáttur sem tekur fyrir áhrif á ræktað land og svæði sem eru viðkvæm vegna gróðureyðingar
- Ferðaþjónusta: Valkostir B.3 og B.4 eru nú taldir hafa neikvæð áhrif í stað óverulegra.
Breytingar felast helst í fyrrnefndum nýjum upplýsingum auk þess sem endurskilgreining á umhverfisþáttum og matsþáttum sem hafðar eru til hliðsjónar geta haft áhrif í endurmati umhverfisáhrifa.
Samhliða ofangreindum breytingum á umhverfismati hefur tillögum umhverfismatsins að mótvægisaðgerðum fjölgað.
Samantekt um niðurstöður langtímaáætlunarinnar
Lagt var mat á áhrif valkosta A, B og C á eftirfarandi umhverfisþætti:
Náttúrufar og auðlindir | Samfélag |
|
|
Nær allir valkostir munu valda neikvæðum og/eða miklum neikvæðum áhrifum á einhvern þeirra umhverfisþátta sem var til skoðunar. Áhrif eru líkleg til að vera óveruleg á loftslag, heilsu og skipulagsáætlanir og eignarhald. Óvissa er um áhrif valkosta á menningarminjar.
Helstu niðurstöður og samanburður valkosta er sýndur í töflu (Tafla 1.1)
Áhrifin eru ólík milli kosta, en megin munur liggur þó í því hvort flutningsleið fari um hálendið (A kostir), fari meðfram núverandi byggðalínu (B kostir) eða eingöngu verði farið í lykilfjárfestingar (C kostur).
- Helstu umhverfisáhrif A | Hálendisleiðar felast í framkvæmdum á hálendinu og breytingum á ásýnd og víðernum.
- Helstu umhverfisáhrif B | Byggðaleiðar felast í að mun meira land fer undir flutningsmannvirki, hún fer um mörg náttúruverndarsvæði og hefur áhrif á fleiri umhverfisþætti en A kostir.
- Valkostur C | lykilfjárfestingar felast í þeim verkefnum sem eru sameiginleg í A og B kostum. Kosturinn hefur í eðli sínu minni áhrif þar sem hann er umfangsminni en fyrri tveir kostirnir.
Það er niðurstaða umhverfismats kerfisáætlunar 2019-2028, að teknu tilliti til bæði neikvæðra og jákvæðra áhrifa, að þeir valkostir sem hafi minnst umhverfisáhrif í för með sér séu:
- A.1-DC, A.1-J50, A.2 B.3, og B.4 og C með jarðstrengjum
en neikvæðustu áhrifin hafi valkostir:
- B.1 án jarðstrengja auk A.1, B.2 og B.3 án jarðstrengja.
Rétt er að geta þess að með styrkingu á meginflutningskerfinu geta skapast aðstæður til þess að taka niður aðrar línur. Niðurrif þeirra lína minnkar ekki neikvæð áhrif af nýrri línu og því ekki bein mótvægisaðgerð, en hefur óbein jákvæð áhrif þar sem línan er tekin niður. Nýjar línur þurfa því ekki að leiða til aukningar á heildarlengd loftlína á svæðisvísu.
Matsvinnan leiðir fram mun á milli valkosta og tillögur að mótvægisaðgerðum og áhersluþáttum sem þarf að taka tillit til við hönnun og undirbúning einstakra framkvæmda sem geta nýst til að draga úr eða koma í veg fyrir neikvæð umhverfisáhrif.
Niðurstaða kerfisáætlunar og umhverfismats
Niðurstaða valkostagreiningar í langtímaáætlun kerfisáætlunar, sem snýr að þróun meginflutningskerfisins, er sú að C kostur, þær lykilfjárfestingar sem eru sameiginlegar valkostum A og B, verði fullkláraður á því tímabili sem áætlunin nær yfir. Að auki er sett á 10 ára áætlun ný línulögn sem nær frá Hvalfirði í Hrútafjörð. Um er að ræða breytingu á tillögu að kerfisáætlun sem var kynnt í maí-júní 2019. Ástæðan er að kerfisgreiningar sýna að flæði um línuleiðina muni fara hratt vaxandi, auk þess sem viðbótin kemur til móts við hugmyndir um uppbyggingu vindorkukosta á Vesturlandi. Tafla 1.2 sýnir niðurstöður umhverfismats kerfisáætlunar næstu 10 ára. Áhrif eru talin sambærileg valkosti C að því undanskildu að áhrif á lífríki eru metin neikvæð í stað óverulegra. Matið byggir á því að fyrrnefnd viðbót gæti orðið til þess að auka rask á svæðum á náttúruminjaskrá og náttúruminjum sem njóta sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum.
Tafla 1.2 - Niðurstöður umhverfismats Kerfisáætlunar 2019 – 2028