Í eftirfarandi köflum er gerð grein fyrir valkostum í styrkingu meginflutningskerfisins og helstu áhrifaþáttum sem fylgja uppbyggingu meginflutningskerfisins. Ítarlegri umfjöllun er í kerfisáætluninni sjálfri.
Kerfisáætlun Landsnets fjallar um:
- Meginflutningskerfið, sem er rétt um 2.100 km og er meginæð raforkuflutnings, sem tengir saman vinnslu og notkun, almenna notkun svæðisflutningskerfa eða stórnotenda, sem tengdir eru beint inn á kerfið á hærri spennu.
- Framkvæmdaáætlun, sem eru þær framkvæmdir sem ráðgert er að ráðast í á árunum 2020-2021.